You are currently browsing the monthly archive for apríl 2006.

Á morgun eru liðin einhver ár síðan flestar okkar báru blóm í hári og hanzka á höndum sem pössuðu sérlega vel við lambakrullur, stórar gleraugnaumgjarðir, rúskinn, skó með stáltá, ál á tönnum og fleira sem var móðins á þeim tíma. Til hamingju með fermingarafmælið! 😀

Þroskaþjálfinn

Haldiði að kellan sé ekki bara í framboði í sveitó í ár!!

Er í 11. sæti á Blönduóslistanum – sameinuðu afli svo að nú þarf maður að fara láta í sér heyra!!

Gæti nú fengið kredit út á það að hafa fjölgað ferðamönnum í bænum sem versla ótæpilega á sig og sína í "kaupfélaginu" og hella í sig áfengi sem er að sjálfsögðu keypt í ÁTVR á staðnum (einmitt:-).

Nú fer maður að berjast fyrir byggingu á nýrri sundlaug eða línuskautabraut einhversstaðar á svæðinu;-)

Listinn er í öllum regnbogans litum svo að ég kem þroskaþjálfanum allavega ekki í stuð með að segja að hann sé blár í gegn eða stjórnmálafræðingnum með einhverjum öðrum lit. 

En eins og fyrirsögnin segir – reynið að toppa þetta!!

http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=1656

Hvenær er næsti fundur?  Var Húsfrúin ekki búin að bjóðast til að halda?  Ég kems mánudag, fimmtudag og föstudag.  Svo er lika hægt að hittast í Húsdýragarðinum á laugardegi eða sunnudegi. Taka allt liðið með, skoða dýrin og skella svo í sig pullu, hammara eða heimatilbúnu nesti.

Hjúkkan

Þegar að ég var í sælunni fyrir vestan fór ég að fletta gömlum albúmum, meðal annars fermingaralbúminu. Ég verð nú að viðurkenna að ég skemmti mér mjög vel við það. Vá hvað við vorum saklausarungar stúlkur. Allar með permó 🙂 Gaman að sjá að 6/8 kvennfélgaskonum fermdumst á sama tíma og hópmyndin af okkur góð.  Góð kona í næsta húsi skannaði myndirnar inn fyrir mig og vona ég að þið hafið haft gaman af að fá hana í pósti 🙂 Væri gaman að fá mynd af stjórnmálafræðingnum líka !!

Góðar stundir, Hjúkkan.

Í morgun þegar ég vaknaði var sko heldur betur komið vor!!

Þegar ég keyrði gríslinginn minn í leikskólann vorum við eina fólkið sem ferðaðist um á bíl, aðrir bæjarbúar höfðu tekið fram reiðhjól og strigaskó og hjólað eða gengið sína leið. 

Ofsalega verð ég svekkt ef það kemur aftur eitthvað hret!

Við vorum fyrir sunnan á helginni og heimsóttum bumbuhúsfrú og húskall og svo sáum við framan í nemann og hennar mann í Borgarfirðinum í gegn um bílrúðu.

Næsta ferð er á áætlun helgina 12-14 maí, kannski maður reyni að sjá framan í fleiri saumókonur þá!

Bara svona smá innlegg til þess að prófa nýju síðuna okkar;-)

Virkar einföld í notkun allavega.

kv. Löggan

Jæja er ekki best að byrja að skrifa eitthvað hérna til að sýna fram á að kvenfjelagið sé ekki dautt úr öllum æðum! Reyndar er spurning hvort ég eigi heima í þessum klúbbi, ég ætti frekar að vera fyrir vestan í saumó með stóru stelpunum sem ég fermdist með… en ætli ég reyni ekki frekar að photosjoppa fermingarfésinu mínu yfir á ykkar mynd 😀

Hin stórkostlega nýrómantíska sveit KAN eru komnir saman aftur, það er spurning hvort við reynum ekki að grafa upp fermingarfötin og skella okkur á ball með þeim… eða ég ætti kannki frekar að leita að gula frakkanum sem mamma saumaði á mig '86 og Neminn myndi þá leita að blaðafyrirsagnabuxunum sínum, þá myndum við pottþétt slá í gegn.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hér á vesturvígstöðvunum, súrmjólk í hádeginu og cheerios á kvöldin.

Adju, Þroskaþjálfinn. 

Hvernig líst ykkur á þetta svæði?

Kv. Þr.þj.

Hver dagur er sem 1000 ár og 1000 ár dagur ei meir…

apríl 2006
M F V F F S S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Tölfræði

  • 33.752 hafa droppað við