You are currently browsing the monthly archive for ágúst 2007.

…bæði hér á síðunni og í bumbunni. 

Nú fer að líða að settum degi (er í dag skv. okkar útreikningi) en sónarinn reiknar út 31.ágúst.  Verður spennandi að sjá hvort farið verður langt fram úr áætlunum þetta árið eins og fyrir 3 árum.  Ég spái amk. 5 dagar fram yfir og er þá að tala um sónardaginn.

Heimilið er orðið tilbúðið fyrir komu litla kúts. Búið að fá vöggu,bílstól, skiptiborð lánað og öll bláu fötin tilbúin niðri í skúffu.  Taskan góða er næstum tilbúin, klára restina þegar eitthvað fer að gerast.  Ég var komin með langan lista yfir það sem átti að klárast áður en barnið fæddist og hann er nánast orðinn tómur núna.  Ótrúlegustu hlutir sem þurftu að gerast, t.d. raða myndum inn í albúm, kaupa sófa og rúm og setja upp hanka í holið svo eitthvað sé nefnt.  Ekki það að barnið gæti ekki sætt sig við gamlan sófa 🙂  Svona er það þegar gamlan kemst í ham.

Fjölskyldan er líka tilbúin fyrir breytingarnar og sú stutta er komin aðeins á undan okkur í þessu öllu saman.  Hún tilkynnti á leikskólanum fyrir helgi að hún væri búin að eignast lítinn bróður og allir óskuðu henni til hamingju og hún sagði auðvitað bara takk og brosti voða ánægð.  Svo ráku allir bara upp stór augu þegar að ég byrtist í gærm0rgun enn með bumbuna út í loftið.

Læt ykkur vita þegar barið er komið, ekki fyrr svo þið farið ekki á taugum eins og síðast 🙂

Vildi bara minna mannskapinn á að á næstu helgi verður haldin kántrýhátið á Skagaströnd.  Enn laust í gistingu hjá okkur á Blönduósi.

Læt dagskránna fylgja með og bendi ykkur á að skoða myndirnar vel, á forsíðu má sjá stjórnmálafræðinginn og alla hennar fjölskyldu og líka löggukallinn og löggustrákinn (allavega bakið á þeim …).  Sjálf sést ég ekki á þessari mynd, alveg viss um að ég hafi verið inni í hátíðartjaldinu að dansa línudans þegar myndin var tekin …

http://www.skagastrond.is/myndir/kantry07.jpg

Þegar við fjölskyldan fórum vestfjarðarhringinn í sumar var að sjálfsögðu byrjað á því þegar við komum til Bolungarvíkur að fara í sund.

Þegar við komum inn fyrir þröskuldinn, fórum við hjónin að sjálfsögðu rakleitt á „okkar“ stað til þess að fara úr skónum, ég strax vinstra megin (stelpu megin) og hann hægra megin (stráka megin).  Okkur til mikillar skelfingar var búið að breyta þessari reglu sem var greinilega enn föst í okkur og setja eitthvað skógrindarskrímsli á mitt gólfið.

En hvaðan kom eiginlega þessi „regla“; að geyma skóna sína stelpumegin og strákamegin?  Ég man ekki eftir því að starfsfólk sundlaugarinnar hafi staðið yfir okkur og skipað okkur annað en að raða skónum, ekki að við mættum ekki fara yfir einhverja línu :-).  Samt erum við ennþá, 17 árum eftir grunnskóla, föst í þessum reglum.  Tókst greinilega eftir allt saman að koma einhverju í hausinn á okkur. Snilld!

Hver dagur er sem 1000 ár og 1000 ár dagur ei meir…

ágúst 2007
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Tölfræði

  • 33.752 hafa droppað við