Jæja nú reynir á ykkur.  Kunni þið einhverja skemmtilega samkvæmisleiki ??

Það er jólahlaðborð í vinnunni hjá mér eftir rúmar 2 vikur í heimahúsi og við hjúkkurnar eigum við vera með atriðið eða leik.  Það eru komnar upp hugmyndir sem mörgum finnst voða sniðugt en mér finnst ekki mikið varið í.  Vesen á nýja starfsmanninum  🙂  Vandamálið er að ég er ekki með neinar hugmyndir í staðin fyrir þessar og vantar hjálp frá ykkur.

Það sem búið var að ákveða er :

1.allir með teygju um úlnliðinn og ef þú segir „nei“ á sá sem þú ert að tala við að smella teygjunni þinni

2. Hlutverkaleikur.  Allir draga miða með hlutverki, t.d að vera þessi jákvæði, þessi sem tekur mat af næsta diski o.s.frv.  Mér finnst þetta ekki alveg passa að allir eigi að vera með hlutverk.  Þetta er skemmtilegt þegar að nokkrir fá hlutverk en hinir vita ekki af því en er bara tilkynnt það seinna um kvöldi.

Jæja hvað segið þið

Auglýsingar