You are currently browsing the daily archive for ágúst 2, 2007.

Þegar við fjölskyldan fórum vestfjarðarhringinn í sumar var að sjálfsögðu byrjað á því þegar við komum til Bolungarvíkur að fara í sund.

Þegar við komum inn fyrir þröskuldinn, fórum við hjónin að sjálfsögðu rakleitt á „okkar“ stað til þess að fara úr skónum, ég strax vinstra megin (stelpu megin) og hann hægra megin (stráka megin).  Okkur til mikillar skelfingar var búið að breyta þessari reglu sem var greinilega enn föst í okkur og setja eitthvað skógrindarskrímsli á mitt gólfið.

En hvaðan kom eiginlega þessi „regla“; að geyma skóna sína stelpumegin og strákamegin?  Ég man ekki eftir því að starfsfólk sundlaugarinnar hafi staðið yfir okkur og skipað okkur annað en að raða skónum, ekki að við mættum ekki fara yfir einhverja línu :-).  Samt erum við ennþá, 17 árum eftir grunnskóla, föst í þessum reglum.  Tókst greinilega eftir allt saman að koma einhverju í hausinn á okkur. Snilld!

Hver dagur er sem 1000 ár og 1000 ár dagur ei meir…

ágúst 2007
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Tölfræði

  • 33.753 hafa droppað við