…bæði hér á síðunni og í bumbunni. 

Nú fer að líða að settum degi (er í dag skv. okkar útreikningi) en sónarinn reiknar út 31.ágúst.  Verður spennandi að sjá hvort farið verður langt fram úr áætlunum þetta árið eins og fyrir 3 árum.  Ég spái amk. 5 dagar fram yfir og er þá að tala um sónardaginn.

Heimilið er orðið tilbúðið fyrir komu litla kúts. Búið að fá vöggu,bílstól, skiptiborð lánað og öll bláu fötin tilbúin niðri í skúffu.  Taskan góða er næstum tilbúin, klára restina þegar eitthvað fer að gerast.  Ég var komin með langan lista yfir það sem átti að klárast áður en barnið fæddist og hann er nánast orðinn tómur núna.  Ótrúlegustu hlutir sem þurftu að gerast, t.d. raða myndum inn í albúm, kaupa sófa og rúm og setja upp hanka í holið svo eitthvað sé nefnt.  Ekki það að barnið gæti ekki sætt sig við gamlan sófa 🙂  Svona er það þegar gamlan kemst í ham.

Fjölskyldan er líka tilbúin fyrir breytingarnar og sú stutta er komin aðeins á undan okkur í þessu öllu saman.  Hún tilkynnti á leikskólanum fyrir helgi að hún væri búin að eignast lítinn bróður og allir óskuðu henni til hamingju og hún sagði auðvitað bara takk og brosti voða ánægð.  Svo ráku allir bara upp stór augu þegar að ég byrtist í gærm0rgun enn með bumbuna út í loftið.

Læt ykkur vita þegar barið er komið, ekki fyrr svo þið farið ekki á taugum eins og síðast 🙂